Ábyrgð fjölmiðla er mikil

Auðvitað hljóta fjölmiðlar að bera mikla ábyrgð þegar kemur að fordómum. Þar meta menn fréttir og ákveða hvernig þær eru settar fram. Ég tók eftir því í einum fréttaannálnum, ætli það hafi ekki verið hjá fréttastofu Útvarps, að talað var um fjöldamorðin í Virginia Tech í Bandaríkjunum. Reifað var í nokkrum orðum hve margir hefðu verið myrtir og særst og svo framvegis. Síðan var sagt frá því að árásarmaðurinn hefði verið ungur nemandi af Suður-kóreskum ættum. Skipti það máli? Auðvitað geta menn sagt sem svo að þarna hafi einungis verið komið á framfæri einföldum upplýsingum. Hins vegar verður að líta á það að fréttir eru knappt form og að í þeim er alltaf valið og hafnað. Eðlilegt er að í upphafi, þegar litlar eða nánast engar upplýsingar liggja fyrir, sé allt sagt, en þegar kemur að fréttaannál mörgum mánuðum síðar gildir annað. Þetta var stórt mál og mikill harmleikur sem sýnir hversu hræðilegar afleiðingar vanlíðan einstaklingsins getur haft. Harmleikurinn vakti miklar umræður um siðferði fjölmiðla en fjölmargir miðlar sýndu yfirlýsingu morðingjans í fréttatímum sínum þrátt fyrir mótmæli aðstandenda hinna látnu. Einnig leiddi atburðurinn til þess að skotvopnalöggjöf í ríkinu var breytt og gerð strangari.
mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband