24.5.2007 | 18:17
Andakt með Eiríki Guðmundssyni
24.5.2007 | 11:59
Bókin, já, bókin. The book, yes, the book
Ég er gríðarlega stoltur af þessari bók. Eins og ég hef áður sagt er hönnun Harðar Kristbjörnssonar til fyrirmyndar. Ekki er ég þó síður stoltur af ensku þýðingunni sem Lani Yamamoto gerði. Strax þegar hún skilaði fyrstu drögum þá fannst mér ótrúlegt hvað hún hafði náð að halda í takt frumtextans. Kannski ekki við öðru að búast en Lani er sjálf rithöfundur og skáld. Bækur hennar um Albert hafa verið gefnar út víða um heim og síðar á þessu ári koma þær loksins út á Íslandi á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Ég hlakka til að sjá þær á íslensku því Albert er frábær viðbót við íslenskar barnabókmenntir. Þeir sem vilja þjófstarta og fá sér bækurnar á ensku geta farið á amazon.com og ég sá líka nokkur eintök í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Æðislegar bækur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 09:02
Örfá sæti laus, og þá meina ég: örfá
Miðasalan gengur vel. Ég uppfæri hér sýningaplanið.
Frumsýning 24. maí - uppselt
Sýning 26. maí kl. 17 - uppselt
Sýning 26. maí kl. 19 - uppselt
Sýning 27. maí kl. 17 - örfá sæti laus
Sýning 27. maí kl. 19 - uppselt
Sýning 28. maí kl. 17 - örfá sæti laus
Sýning 28. maí kl. 17 - örfá sæti laus
Rétt er að taka það fram að þegar sagt er örfá sæti laus, þá eru örfá sæti laus, enda kemst aðeins 21 á hverja sýningu.
Þið getið pantað miða á naiv@internet.is eða hringt í sérstakan miðasölusíma 661 3311.
24.5.2007 | 08:57
Bókin komin úr prentsmiðjunni
Yfirvofandi er komið á bókarform. Í gær streymdu eintökin út úr prentsmiðju Gutenberg. Þetta er afskaplega fallegur gripur, svartur, harðspjalda, þrykktur. Hörður Kristbjörnsson hannaði bókina og útkoman er þannig að allar bókahillur fá vatn í munninn.
Hægt er að panta sér eintök á naiv@internet.is en svo er aldrei að vita nema hún rati í bókabúðir.
23.5.2007 | 23:56
Heimilið í Kastljósinu
Jæja, þá er generalprufan yfirstaðin. Hún var mjög falleg. Við hlökkum til morgundagsins.
Síðdegið var reyndar venju fremur órólegt hér á heimilinu og einkenndist af miklum fjölda sjónvarpsmanna í stofunni. Við upplifðum það nefnilega að sent var beint út frá heimili okkar í Kastljósinu. Mér leið eins og forsætisráðherra eða einhverju þvíumlíku. En allavega. Við höfðum það af.
Þóra Tómasdóttir vissi alveg hvað hún var að gera; vissi hvað virkaði og hvað ekki. Hafði ákveðnar skoðanir á framkvæmdinni og að lokum gerðu allir það sem hún vildi. Og það svínvirkaði.
Þeir sem vilja geta séð innslagið í Kastljósinu. Það byrjar reyndar á Ingibjörgu Sólrúnu, en það verður að hafa það.
22.5.2007 | 14:37
Harmleikur í heimahúsi - ekki við hæfi barna?
Já, ég hef verið spurður aðeins út í það hvað Ekki við hæfi barna þýði. Það þýðir í þessu tilfelli: ekki fyrir börn. Í verkinu er tekist á við mjög erfiðar spurningar og erfiðar tilfinningar í mikilli nánd áhorfenda og leikara. Þetta eru spurningar sem að okkar mati eiga ekki erindi við börn.
Það er því ekki um að ræða einhvern splatter í heimahúsi, heldur miklu frekar harmleik í heimahúsi.
Enda gerast þeir flestir þar.
22.5.2007 | 14:20
Guði sé lof fyrir áhorfendur
Það er einkennilegur tímapunktur þegar áhorfendur koma inn í æfingaferli leiksýninga. Í gærkvöld komu 15 áhorfendur á æfingu á Yfirvofandi. Ég tók á móti þeim í mínu næstum því fínasta pússi og vísaði til stofu. Mér leið eins og í fermingarveislunni minni nema hvað ég var ekki með skærbláan linda og slaufu.
Leikhús væri lítið án áhorfenda. Mjög lítið. Við höfum í nokkrar vikur verið við stífar æfingar en þegar óhlutdrægir áhorfendur mættu á svæðið í gærkvöld fékk verkið nýja vídd. Við vorum eiginlega búin að gleyma að þetta væri líka fyndið á köflum. Fólk hló og fólk grét. Eru áhorfendur ekki yndislegir?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 15:24
Ótrúlegt fólk
Leiksýning er alltaf ævintýri, ekki síst fyrir leikskáldið sem fær að sjá og heyra orð sín líkamnast á sviðinu. Ég hef tvisvar áður orðið þess heiðurs aðnjótandi að upplifa verk mín á sviði. Í fyrsta sinn var það árið 1996 í Stúdentaleikhúsinu og leikstýrði ekki ómerkari maður en Benedikt Erlingsson.
Vorið 2003, nánar tiltekið í maí, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu verkið Herjólfur er hættur að elska. Meistari Stefán Jónsson leikstýrði verkinu sem var sett upp í gamla Landsímahúsinu við Sölvhólsgötu en það var rifið skömmu síðar. Sigurður Skúlason fór með titilhlutverkið af sinni alkunnu snilld en Guðrún Snæfríður Gísladóttir og Baldur Trausti Hreinsson komu þar einnig við sögu. Edda Arnljótsdóttir lék þar eiginkonuna í verkinu. Hún er ein af mínum uppáhaldsleikkonum og leikur einnig í verkinu Yfirvofandi sem verður frumsýnt á heimili mínu nú á fimmtudagskvöld. Ingvar Sigurðsson leikur þar eiginmann hennar og Jörundur Ragnarsson strákinn á heimilinu. Bergur Þór Ingólfsson heldur síðan um leikstjórnarþræðina.
Það er skemmst frá því að segja að allur æfingatíminn hefur verið magnaður. Það er líklega frekar óvenjulegt að hafa heilan leikhóp inni á heimilinu, ég tala nú ekki um þegar sjö eru í heimili. En börnin hafa tekið því með jafnaðargeði.
Kaffivélin hefur verið mikið notuð. Ég er að verða tilbúinn í kaffibarþjónakeppnina, ætli ég fari ekki á næsta ári. Og fyrir áhugasama þá notar Ingvar litla mjólk í kaffið en þykir voða gott að fá smá froðu. Aðrir eru venjulegir.
Menning og listir | Breytt 22.5.2007 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 14:17
Yfirvofandi - the treiler
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 14:15
Yfirvofandi
Yfirvofandi verður frumsýnt í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn 24. maí. Uppselt er á frumsýninguna en fyrirhugaðar eru sýningar um helgina. Ekki eru fyrirhugaðar margar sýningar og rétt er að hafa í huga að einungis komast 22 á hverja sýningu. Sýning tekur um klukkustund í flutningi og er ekki við hæfi barna.
Laugardagur 26. maí kl. 17 - örfá sæti laus.
Laugardagur 26. maí kl. 19 - uppselt
Sunnudagur 27. maí kl. 17 - örfá sæti laus.
Sunnudagur 27. maí kl. 19 - uppselt
Mánudagur 28. maí kl. 17 - örfá sæti laus.
Mánudagur 28. maí kl. 19 - örfá sæti laus.
Hægt er að panta miða í síma 661 3311 og á naiv@internet.is.
Menning og listir | Breytt 25.5.2007 kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)