Miðar fljúga út

Miðasala á sýningarnar þrjár dagana 9. og 10. júní gengur vel. Miðarnir eru fljótir að fara og vegna smæðar stofunnar eru þeir takmörkuð auðlind. Svona til að sýna alvöru málsins eru hér nýjustu tölur:

Laugardagur 9. júní kl. 17 - 11 miðar lausir
Sunnudagur 10. júní kl. 17 - 15 miðar lausir
Sunnudagur 10. júní kl 19 - 14 miðar lausir

Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið naiv@internet.is eða með því að hringja í síma 661 3311.



Sjaldan fellur Viðar langt frá Eggerti

Viðar Eggertsson, sá mæti leikhúsmaður, fer fögrum orðum um Yfirvofandi á blogginu sínu en hann var viðstaddur sýninguna í gær. Takk, Viðar.

Uppselt um helgina - biðlistar skráðir

Núnú. Þá er uppselt á allar sýningar helgarinnar. Þá er ekkert annað að gera fyrir áhugasama að gera en að tryggja sér miða helgina 9. - 10. júní eða skrá sig á biðlista.

9. júní kl. 17 - örfá sæti laus
10. júní kl. 17 - örfá sæti laus
10. júní kl. 19 - örfá sæti laus

Hentugast er að panta með því að senda tölvupóst á naiv@internet.is eða hringja í síma 661 3311.



Edda og Ingvar í Fréttablaðinu

Hér má skoða viðtal Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur við hjónin Eddu Arnljótsdóttur og Ingvar E. Sigurðsson. Þau eru falleg að vanda.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

5 sæti laus á sunnudag kl. 17

Jæja, þá er svo komið að uppselt er á allar sýningar um helgina nema kl. 17 á sunnudag. Þá eru fimm sæti laus. Einnig er hægt að panta miða á sýningar 9. og 10. júní.

Auðveldast er að panta miða með því að senda tölvupóst á naiv@internet.is en einnig er hægt að hringja í sérstakan miðasölusíma sem hefur númerið 661 3311.

 

 


Viðtal við leikstjóra og leikskáld á Rás 2

Á frumsýningardag skruppum við Bergur Þór í viðtal til Freys Eyjólfssonar í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Freyr var hress. Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér.

Örfá sæti um helgina

Allt er breytingum háð. Nú eru laus sæti á eftirfarandi sýningar:

sunnudagur kl. 17 - 5 sæti
sunnudagur kl. 19 - 2 sæti
mánudagur kl. 17 - 3 sæti
mánudagur kl. 19 - 2 sæti

Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Best er panta miða með því að skrifa til naiv@internet.is en einnig er hægt að hringja í 661 3311 og skilja eftir nafn, númer og óskir um tíma.



"Undarlega fallegt og heillandi"

Hér er slóðin á aldeilis góðan leikdóm Þorgerðar E. Sigurðardóttur um Yfirvofandi í Víðsjá í dag, föstudag.

Stundum verður maður að vera sentímental

Frumsýningin var í gærkvöld. Að henni lokinni héldum við upp á áfangann í góðum félagsskap.

Ég er þakklátur, ákaflega þakklátur, fyrir að hafa haft tækifæri til að vinna með þeim listamönnum sem taka þátt í þessari sýningu. Bergur, Edda, Ingvar, Jörundur, Eva og Atli. Þetta eru ekki bara frábærir listamenn heldur yndislegt fólk. Ótrúlegt þegar það fer saman.

Stundum verður maður bara að vera sentímental.  


14 sæti laus um helgina

Jæja, frumsýningin búin og allt að verða vitlaust í miðasölunni naiv@internet.is.

 

Laugardagur 26. maí kl. 17 - uppselt

Laugardagur 26. maí kl. 19 - uppselt

Sunnudagur 27. maí kl. 17 - örfáörfá sæti laus

Sunnudagur 27. maí kl. 19 - uppselt

Mánudagur 28. maí kl. 17 - örfáörfáörfá sæti laus

Mánudagur 28. maí kl. 19 - uppselt

 

Fleiri sýningar auglýstar eftir hádegið. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband