30.12.2007 | 01:12
Yfirvofandi tekið til sýninga að nýju um miðjan janúar
Það er gaman frá því að segja að Gyðjan og Yfirvofandi voru þær tvær sýningar sem Þorgerði E. Sigurðardóttur voru efst í huga eftir leikhúsárið 2007.
Yfirvofandi var sýnt á Lokastíg 5, nokkrum sinnum, á Listahátíð í vor. Nú ætlum við sem að sýningunni stóðu, undirritaður Sigtryggur Magnason, Edda Arnljótsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Jörundur Ragnarsson að ógleymdum Bergi Þór Ingólfssyni leikstjóra, að endurtaka leikinn fjórum sinnum um miðjan janúar. Einungis er stefnt að fjórum sýningum og komast 20 á hverja sýningu og er ein sýning uppseld nú þegar. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Sigtrygg Magnason á naiv@internet.is til að tryggja sér miða. Nákvæmar dagsetningar verða kunngjörðar innan skamms en líklegast er um að ræða mánudaginn 14. janúar og þriðjudaginn 15. Sýningar verða væntanlega kl. 19 og 21.
Einnig minni ég á að verkið sjálft er til í bók á íslensku og ensku og fæst bókin í Máli og menningu og Eymundsson og svo auðvitað hjá höfundi sem býður betri kjör.
Annars bara, rock on.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.