7.11.2007 | 12:30
Fríblöðin, Bónus og Krónan
"If there's something wrong
in the neighbourhood,
who can you call?
Ghostbusters!"
Mig langaði að vitna í amerískt ljóð eftir Ray Parker yngra í upphafi þessa pistils. Mér datt þetta ástsæla ljóð í hug þegar ég velti því fyrir mér hvert fólk með upplýsingar um meint verðsamráð lágvöruverslana á Íslandi treystir sér til að leita. Eins og hlustendur Ríkisútvarpsins og lesendur Morgunblaðsins eru vel upplýstir um þá hafa vaknað grunsemdir um óeðlilega hegðun lágvöruverslana í sambandi við verðkannanir og verðlagningu. Þetta er auðvitað stórmál ef rétt reynist og satt best að segja lítur þetta ekki vel út því ábendingum og upplýsingum frá fyrrverandi og núverandi starfsfólki Bónuss og Krónunnar hefur rignt yfir RÚV og ASÍ undanfarna daga frá eða frá því Guðrún Frímannsdóttir fréttamaður á fréttastofu Útvarps sagði fyrst frá starfsháttum verslananna á miðvikudag.
Það ríkir fákeppni á íslenskum matvörumarkaði. Tveir risar ráða lögum og lofum. Kaupás og Hagar eru gríðarlega stór og sterk fyrirtæki sem hafa innan vébanda sinna verslanir í öllum verðflokkum, allt frá lágvöruverslunum upp í klukkubúðirnar sem eru sumar hverjar opnar allan sólarhringinn. Ólíkt því sem þekkist frá útlöndum þá eru sumar þessar lágvöruverslanir glæsilegar og jafnvel staðsettar í helstu kringlu þessa lands þar sem leiguverð á fermetra er örugglega sæmilega hátt. En hvað um það.
Fréttastofa Útvarps átti fréttina og Síðdegisútvarpið fylgdi henni vel eftir. Daginn eftir tók Morgunblaðið fréttina upp á forsíðu með stuttri frétt á forsíðu og tæpri heilsíðu inni í blaðinu. Í Fréttablaðinu var efsta frétt á síðu 2, í 24 stundum ca. 3 dálksentimetrar. Ég hef áður í pistlum mínum í Lesbók fjallað um ólíka stöðu áskriftarfjölmiðla og fríblaðanna. Áskrifendur veita fjölmiðlinum aðhald og stuðning. Þeir eru mikilvægt mótvægi við auglýsingadeildir og eigendur blaðanna. Fríblöðin berast inn á heimilið án þess að viðkomandi greiði fyrir þau. Sérstakar aðgerðir þarf til að koma í veg fyrir að þau séu borin í hús. Ef mér mislíkar efni þeirra eða ritstjórn get ég sett upp miða þar sem ég afþakka þau eða vonast til þess að verða þess heiðurs aðnjótandi að lenda í næstu fjölmiðlakönnun og segjast aldrei sjá fríblöðin.
Fríblöðin eru viðskiptahugmynd sem gengur út að auglýsingar greiði fyrir kostnaðinn við að halda úti ritstjórn og vel það. Í viðskiptahugmyndinni felst það að fréttir eru mikilvæg og vinsæl neysluvara í samtímanum og með því að gefa út góðan fréttamiðil sé hagstætt að selja auglýsingar. Af þessu leiðir að auglýsendur og eigendur hafa mikið vægi og vald þegar kemur að fríblöðunum. Í módeli fríblaðanna eru engir áskrifendur. Auglýsendur borga laun ritstjórnanna og eigendur geta skorist í leikinn ef í hart fer og tekjur af auglýsingum detta niður í stuttan tíma.
Þá komum við upphafsorðum þessa pistils. Hvert hringir maður til að koma á framfæri gríðarlega mikilvægum upplýsingum um neytendamál, eins og til dæmis samráði á matvörumarkaði? Þegar kemur að slíkum neytendamálum er fríblöðunum greinilega vandi á höndum. Matvöruverslanirnar eru hluti af stórum keðjum sem síðan eru hluti af sterku viðskiptaveldi sem rekur fjölda verslana og þjónustufyrirtækja og í sumum tilfellum eru stórir auglýsendur hluti af eigendahópi fjölmiðlanna.
Karl Garðarsson sem eitt sinn var kenndur við Blaðið sagði að fríblöð væru eins góð og þau þyrftu að vera. Auðvitað eru þau það. Þau verða eins og önnur fyrirtæki að finna hinn gullna meðalveg milli kostnaðar og metnaðar. Ritstjórnir fríblaðanna eru eins og stjórendur fyrirtækjanna meðvitaðir um að það eru auglýsendur sem borga þeim launin. Án auglýsendanna væru engar ritstjórnir, engin fríblöð. Og hvert hringir þá sá sem hefur mikilvægar upplýsingar um mögulegt samráð og svindl á matvörumarkaði? Í ritstjórnir fríblaðanna?
Í máli Bónuss og Krónunnar kristallast mikilvægi þess að fjölmiðlar séu fjölbreyttir, bæði hvað varðar eigendur og rekstrarform. Við megum nefnilega ekki gleyma því að fjölmiðlar eru bara fyrirtæki eins og öll hin fyrirtækin.
Birt í Lesbók Morgunblaðsins 3. nóvember 2007
in the neighbourhood,
who can you call?
Ghostbusters!"
Mig langaði að vitna í amerískt ljóð eftir Ray Parker yngra í upphafi þessa pistils. Mér datt þetta ástsæla ljóð í hug þegar ég velti því fyrir mér hvert fólk með upplýsingar um meint verðsamráð lágvöruverslana á Íslandi treystir sér til að leita. Eins og hlustendur Ríkisútvarpsins og lesendur Morgunblaðsins eru vel upplýstir um þá hafa vaknað grunsemdir um óeðlilega hegðun lágvöruverslana í sambandi við verðkannanir og verðlagningu. Þetta er auðvitað stórmál ef rétt reynist og satt best að segja lítur þetta ekki vel út því ábendingum og upplýsingum frá fyrrverandi og núverandi starfsfólki Bónuss og Krónunnar hefur rignt yfir RÚV og ASÍ undanfarna daga frá eða frá því Guðrún Frímannsdóttir fréttamaður á fréttastofu Útvarps sagði fyrst frá starfsháttum verslananna á miðvikudag.
Það ríkir fákeppni á íslenskum matvörumarkaði. Tveir risar ráða lögum og lofum. Kaupás og Hagar eru gríðarlega stór og sterk fyrirtæki sem hafa innan vébanda sinna verslanir í öllum verðflokkum, allt frá lágvöruverslunum upp í klukkubúðirnar sem eru sumar hverjar opnar allan sólarhringinn. Ólíkt því sem þekkist frá útlöndum þá eru sumar þessar lágvöruverslanir glæsilegar og jafnvel staðsettar í helstu kringlu þessa lands þar sem leiguverð á fermetra er örugglega sæmilega hátt. En hvað um það.
Fréttastofa Útvarps átti fréttina og Síðdegisútvarpið fylgdi henni vel eftir. Daginn eftir tók Morgunblaðið fréttina upp á forsíðu með stuttri frétt á forsíðu og tæpri heilsíðu inni í blaðinu. Í Fréttablaðinu var efsta frétt á síðu 2, í 24 stundum ca. 3 dálksentimetrar. Ég hef áður í pistlum mínum í Lesbók fjallað um ólíka stöðu áskriftarfjölmiðla og fríblaðanna. Áskrifendur veita fjölmiðlinum aðhald og stuðning. Þeir eru mikilvægt mótvægi við auglýsingadeildir og eigendur blaðanna. Fríblöðin berast inn á heimilið án þess að viðkomandi greiði fyrir þau. Sérstakar aðgerðir þarf til að koma í veg fyrir að þau séu borin í hús. Ef mér mislíkar efni þeirra eða ritstjórn get ég sett upp miða þar sem ég afþakka þau eða vonast til þess að verða þess heiðurs aðnjótandi að lenda í næstu fjölmiðlakönnun og segjast aldrei sjá fríblöðin.
Fríblöðin eru viðskiptahugmynd sem gengur út að auglýsingar greiði fyrir kostnaðinn við að halda úti ritstjórn og vel það. Í viðskiptahugmyndinni felst það að fréttir eru mikilvæg og vinsæl neysluvara í samtímanum og með því að gefa út góðan fréttamiðil sé hagstætt að selja auglýsingar. Af þessu leiðir að auglýsendur og eigendur hafa mikið vægi og vald þegar kemur að fríblöðunum. Í módeli fríblaðanna eru engir áskrifendur. Auglýsendur borga laun ritstjórnanna og eigendur geta skorist í leikinn ef í hart fer og tekjur af auglýsingum detta niður í stuttan tíma.
Þá komum við upphafsorðum þessa pistils. Hvert hringir maður til að koma á framfæri gríðarlega mikilvægum upplýsingum um neytendamál, eins og til dæmis samráði á matvörumarkaði? Þegar kemur að slíkum neytendamálum er fríblöðunum greinilega vandi á höndum. Matvöruverslanirnar eru hluti af stórum keðjum sem síðan eru hluti af sterku viðskiptaveldi sem rekur fjölda verslana og þjónustufyrirtækja og í sumum tilfellum eru stórir auglýsendur hluti af eigendahópi fjölmiðlanna.
Karl Garðarsson sem eitt sinn var kenndur við Blaðið sagði að fríblöð væru eins góð og þau þyrftu að vera. Auðvitað eru þau það. Þau verða eins og önnur fyrirtæki að finna hinn gullna meðalveg milli kostnaðar og metnaðar. Ritstjórnir fríblaðanna eru eins og stjórendur fyrirtækjanna meðvitaðir um að það eru auglýsendur sem borga þeim launin. Án auglýsendanna væru engar ritstjórnir, engin fríblöð. Og hvert hringir þá sá sem hefur mikilvægar upplýsingar um mögulegt samráð og svindl á matvörumarkaði? Í ritstjórnir fríblaðanna?
Í máli Bónuss og Krónunnar kristallast mikilvægi þess að fjölmiðlar séu fjölbreyttir, bæði hvað varðar eigendur og rekstrarform. Við megum nefnilega ekki gleyma því að fjölmiðlar eru bara fyrirtæki eins og öll hin fyrirtækin.
Birt í Lesbók Morgunblaðsins 3. nóvember 2007
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.