Bókin er komin í búðir

Yfirvofandi er komin í búðir og er þeim göldrum búin að hún er bæði á íslensku og ensku og hentar vel til gjafa, miklu frekar en áskrift að til dæmis Iceland Review. Enska þýðingin er eftir rithöfundinn Lani Yamamoto sem skrifaði hinar frábæru bækur um Albert sem nú eru komnar út á íslensku í boði Bjarts. Hörður Kristbjörnsson hannaði bókina af sinni alkunnu snilld.
Bókin er enn sem komið er aðeins aðgengileg í Máli og menningu á Laugavegi og Eymundsson Austurstræti en það stendur til að kippa því í liðinn. Rifja má upp að María Kristjánsdóttir hrósaði bókinni sérstaklega í afbragðskrítík sinni um verkið fyrr í ár þegar verkið var sýnt á Listahátíð.
Einnig er hægt að nálgast bókina með því að hringja í höfundinn, 661 1100, eða senda honum skeyti á naiv@internet.is.

Rock and roll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband