24.5.2007 | 11:59
Bókin, já, bókin. The book, yes, the book
Það er rétt að taka það fram að bókin er ekki alveg venjuleg bók. Hún er það sem kallað er tvítyngd. Útlendingar sem lesa ensku geta því lesið hana líka. Sem er gott.
Ég er gríðarlega stoltur af þessari bók. Eins og ég hef áður sagt er hönnun Harðar Kristbjörnssonar til fyrirmyndar. Ekki er ég þó síður stoltur af ensku þýðingunni sem Lani Yamamoto gerði. Strax þegar hún skilaði fyrstu drögum þá fannst mér ótrúlegt hvað hún hafði náð að halda í takt frumtextans. Kannski ekki við öðru að búast en Lani er sjálf rithöfundur og skáld. Bækur hennar um Albert hafa verið gefnar út víða um heim og síðar á þessu ári koma þær loksins út á Íslandi á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Ég hlakka til að sjá þær á íslensku því Albert er frábær viðbót við íslenskar barnabókmenntir. Þeir sem vilja þjófstarta og fá sér bækurnar á ensku geta farið á amazon.com og ég sá líka nokkur eintök í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Æðislegar bækur.
Ég er gríðarlega stoltur af þessari bók. Eins og ég hef áður sagt er hönnun Harðar Kristbjörnssonar til fyrirmyndar. Ekki er ég þó síður stoltur af ensku þýðingunni sem Lani Yamamoto gerði. Strax þegar hún skilaði fyrstu drögum þá fannst mér ótrúlegt hvað hún hafði náð að halda í takt frumtextans. Kannski ekki við öðru að búast en Lani er sjálf rithöfundur og skáld. Bækur hennar um Albert hafa verið gefnar út víða um heim og síðar á þessu ári koma þær loksins út á Íslandi á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Ég hlakka til að sjá þær á íslensku því Albert er frábær viðbót við íslenskar barnabókmenntir. Þeir sem vilja þjófstarta og fá sér bækurnar á ensku geta farið á amazon.com og ég sá líka nokkur eintök í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Æðislegar bækur.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.