23.5.2007 | 23:56
Heimilið í Kastljósinu
Jæja, þá er generalprufan yfirstaðin. Hún var mjög falleg. Við hlökkum til morgundagsins.
Síðdegið var reyndar venju fremur órólegt hér á heimilinu og einkenndist af miklum fjölda sjónvarpsmanna í stofunni. Við upplifðum það nefnilega að sent var beint út frá heimili okkar í Kastljósinu. Mér leið eins og forsætisráðherra eða einhverju þvíumlíku. En allavega. Við höfðum það af.
Þóra Tómasdóttir vissi alveg hvað hún var að gera; vissi hvað virkaði og hvað ekki. Hafði ákveðnar skoðanir á framkvæmdinni og að lokum gerðu allir það sem hún vildi. Og það svínvirkaði.
Þeir sem vilja geta séð innslagið í Kastljósinu. Það byrjar reyndar á Ingibjörgu Sólrúnu, en það verður að hafa það.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.