Guði sé lof fyrir áhorfendur

Það er einkennilegur tímapunktur þegar áhorfendur koma inn í æfingaferli leiksýninga. Í gærkvöld komu 15 áhorfendur á æfingu á Yfirvofandi. Ég tók á móti þeim í mínu næstum því jorundurfínasta pússi og vísaði til stofu. Mér leið eins og í fermingarveislunni minni nema hvað ég var ekki með skærbláan linda og slaufu.

Leikhús væri lítið án áhorfenda. Mjög lítið. Við höfum í nokkrar vikur verið við stífar æfingar en þegar óhlutdrægir áhorfendur mættu á svæðið í gærkvöld fékk verkið nýja vídd. Við vorum eiginlega búin að gleyma að þetta væri líka fyndið á köflum. Fólk hló og fólk grét. Eru áhorfendur ekki yndislegir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband