Það er ekki kviknað í

Davíð Oddsson mætti í sjónvarpsviðtal í gærkvöld og samdi nýjan veruleika. Hann náði að koma sér hjá því að svara alvarlegum spurningum um framgöngu sína í Glitnismálinu með því að tala um Jón Ásgeir Jóhannesson. Davíð talaði um stórkostleg áform um stærsta kennitöluflakk Íslandssögunnar og líklega þótt víðar væri leitað.

Davíð Oddsson talaði um brennandi hús og slökkvilið. Í dag hafa fjölmiðlarnir verið fullir af sama líkingamáli. Menn skulu átta sig á því að þetta er ekki húsbruni og Seðlabankinn er ekki slökkvilið. Við stöndum frammi fyrir vanda sem verður ekki útskýrður nema með því að segja satt og rétt frá, greina frá staðreyndum mála.

Það er ekki kviknað í. Íslenskur efnahagur er á hliðinni og við þurfum hreinskiptna og heiðarlega umræðu um þær staðreyndir sem við blasa.

Það er ekkert brennandi hús heldur berst fólk fyrir því að bankar haldi velli; það er ekkert slökkvilið heldur berjast stjórnvöld fyrir því að lífskjör heillar þjóðar fari ekki til fjandans.

Og Davíð, við getum þakkað þér ýmislegt, en við getum ekki þakkað þér fyrir framgöngu þína í þessu máli.


mbl.is Viðskipti milli landa verða tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvernveginn þá hefur þú ekki áttað þig á því að Davíð var með líkingarmál svo almenningur skildi eitthvað um hvað þetta mál snýst. og honum tókst það vel. Vandamálið er upp komið vegna þess að ákveðnir aðilar hafa keypt upp aðra hverja sjoppu við Oxfordstreet flottustu byggingar Kaupmannahafnar, flugfélög sem farið hafa á hausinn í umvörpum, einkaþotur ensk fótboltafélög, Banka og allskonar vitleisu og fengið megnið lánað hjá Íslenskum bönkum og nú borgum við brúsann, ég hef sjálfur tapað sextíu miljónum á gjaldþrotum bankana, og þetta er skýringin fyrir nú utan ofurlaun bankastjórana.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 02:25

2 identicon

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7658908.stm

Lesið þetta, útlendingar sem hingað hafa aldrei komið sjá það um leið að Dabbi er megin ástæðan fyrir óförum okkar. Við eigum ekki möguleika á að bjarga okkur með Davíð við stjórnvölinn. Byrjum á að losna við Davíð, við getum svo reynt að koma hinum fáráðunum og glæpamönnunum úr ríkisstjórn og látið kjósa að nýju

Davíðerábyrgur (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Nostradamus

What Sucks:

#1 Davíð...

#2 Ábyrgð(arleysi)...

#3 Útúrsnúningar...

#4 Mínus 60 millur...

Nostradamus, 9.10.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband