Yfirvofandi lifnar við í örfá skipti

„Edda Arnljótsdóttir og Ingvar Sigurðsson leika hin umkomulausu hjón. Þau hafa, þykir manni, setið lengi, jafnvel áratugum saman í þessum sófa, og hreyfa sig í þröngri stofunni, húsinu, af eðlilegu öryggi þess sem þekkir hvern krók og kima. Samband þeirra eða sambandsleysi er þrungið því ósagða og ósegjanlega. Nærvera Ingvars er eins og allajafna ótrúlega sterk. Edda, sem konan er gert hefur "eymdina" að eina valkostinum, er þó ennþá betri. Henni, sem hefur svo einstaka tilfinningu fyrir húmor, tekst auðveldlega að láta íróníu textans lifna við.“

Þetta er úr gagnrýni Maríu Kristjánsdóttur í Morgunblaðinu í maí 2007 þegar Yfirvofandi var leikið í stofunni heima á Listahátíð í Reykjavík. Örfáar sýningar verða nú um miðjan mánuðinn. Kaupið miða í naiv@internet.is eða hringið í leikhússtjórann í 661 1100.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband