Færsluflokkur: Menning og listir

Áttundi nóvember

Þessi pistill var birtur í Lesbók síðasta laugardag:

Þegar þetta er skrifað að morgni þriðjudagins 11. nóvember gilda neyðarlög á Íslandi. Þrír bankar hafa verið þjóðnýttir og breska ríkisstjórnin hefur beitt hryðjuverkalögum gegn íslenskum borgurum. Um fimm þúsund manns komu saman á Austurvelli síðasta laugardag til að mótmæla. Fáni lágvöruverslunar var dreginn að húni á þinghúsi þjóðarinnar. Eggjum og skyri var kastað í þinghúsið. Á öllum kaffihúsum, kaffistofum ræðir fólk ástandið: uppsagnir, samdrátt, gjaldeyrishöft, framtíðina.

Austurvöllur síðasta laugardag. Við ákveðnar aðstæður verður mannfjöldi að sérstöku dýri, skepnu sem hefur allt aðra eiginleika en einstaklingarnir sem mynda hann. Þeir sem vinna í leikhúsum þekkja þetta, þekkja hvernig leikhúsið breytist eftir kvöldum, eftir því hvernig áhorfendur tengjast. Síðasta laugardag voru mörg þúsund manns saman komin á Austurvelli af ýmsum ástæðum. Óánægja er líklega það sem sameinaði flesta, næg óánægja til að fórna tíma til að mæta á Austurvöll. Og það voru engar fríar pylsur, engin opnunartilboð.

Þegar ég horfði á sjónvarpsfréttir laugardagskvöldsins og sunnudagskvöldsins varð mér hugsað til allra myndskeiðanna þegar sjónvarpsfréttamennirnir hafa fylgst með opnun leikfangaverslana, verslunarmiðstöðva þar sem Íslendingar hafa keypt mikið, slegið kreditkortamet, og eytt til að spara. Á þeim kvöldum hafa áhorfendur frétta stundum fengið að horfa á myndskeið úr þessum verslunum þar sem þau eru sett á meiri hraða og tónlist þöglu myndanna eða úr Benny Hill þáttunum er leikin undir. Það hefur mátt gera grín að venjulegu fólki. Datt mönnum einhvern tíma í hug að leika stefið úr Benny Hill undir myndum frá undirskrift frá enn einum tímamótasamningum auðmannanna eða þegar forseti Íslands veitti Baugi Útflutningsverðlaun?

Austurvöllur 8. nóvember 2008 var merkileg stund. Ekki af því hún væri göfug heldur vegna þess að á þessum stað á þessari stund var sár íslensks samfélags. Og fyrir þá sem ekki vita þá er íslenska þjóðin særð. Hún hefur verið niðurlægð af mönnum sem gerðu hana gjaldþrota, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Ofan á þá niðurlægingu bætist lítilsvirðingin sem felst í því að enginn axlar ábyrgð, enginn talar. Þar á ofan kemur það sem margir upplifa sem gagnsleysi fréttamiðlanna og þá sérstaklega sjónvarpsins.

Ein ljósmynd á forsíðu Fréttablaðsins á sunnudag segir meira en allar fréttir sjónvarpsstöðvanna. Góður fréttaljósmyndari getur miðlað sannleika og andrúmslofti betur en sjónvarpsvélarnar. Nálgun hans er oft listræn, hann finnur sjónarhornið, sker myndina í huganum og litgreinir. Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð.

Hvar eru orðin? Það eru að eiga sér stað sögulegir atburðir á Íslandi. Þurfa menn að vera í útlöndum til að geta lýst atburðum á þann dramatíska hátt sem þeim sæmir? Hefði íslenskur blaðamaður verið staddur í fjölmennum mótmælum í Úkraínu, systurlandi okkar í neyðinni, væri dramatíkin ekki spöruð. Við þekkjum öll sögur, þekkjum öll fólk sem hefur áhyggjur, fólk sem er reitt. Þegar rólyndur fertugur framkvæmdastjóri fer niður á Austurvöll til að kasta eggi í Alþingishúsið og stendur þar við hliðina á ungum námsmanni og tveggja barna móður og tugum annarra þá er það ekki skrílslæti eins og sumir fjölmiðlar og pólitíkusar vilja kalla það. Það er eitthvað miku meira, það er vitnisburður um ástand, ástand sem við þekkjum fæst en þurfum að horfast í augu við.

Skylda fjölmiðla er að fjalla um það sem er fréttnæmt. Þeirra skylda er ekki að halda fólki rólegu. Það gera þeir allra síst með því að gera lítið úr venjulegu fólki sem á ásamt börnunum sínum eftir að borga upp skuldir sem það stofnaði ekki til.

Íslenska þjóðin hefur lengi haft þörf fyrir góða fjölmiðla en aldrei eins og einmitt núna.


mbl.is „Stórkostlegur fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annarleg sjónarmið - hlutverk fjölmiðla

Þetta er búið. Eða byrjað. Annað hvort. Líklega bæði.

Jón Trausti Reynisson skrifaði merkilegan leiðara í DV, föstudaginn 10. október. Þetta var í lok þjóðnýtingarvikunnar miklu árið 2008. Í leiðara sínum fjallar Jón Trausti um ábyrgð fjölmiðla í hruninu. Hann rekur ágætlega hvernig ráðamenn réðust gegn þeim sem gagnrýndu kerfið. Jón Trausti segir meðal annars: „ Það eru ekki lygasjúkir stjórnmála- og viðskiptamenn sem eru rót vandræða okkar, heldur fjölmiðlarnir sem endurómuðu lygina gagnrýnislaust. Þetta snýst ekki um einhver æðri gildi, eins og að sannleikurinn hafi gildi í sjálfum sér. Þetta snýst um hreina hagsmuni almennings og varðar öryggi hans og lífsafkomu.“

Jón Trausti hittir naglann á höfuðið. Ef við eigum sem þjóð að draga einhvern lærdóm af þessu skelfilega ástandi sem skapast hefur þá er það að við verðum að vera virk í lýðræðinu. Þeir eru ófáir, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, starfsmenn fjármálafyrirtækja og almenningur sem finnast þeir hafa verið hafðir að fíflum, sviknir. Og ólíkt því sem gerist þegar náttúruhamfarir ríða yfir og þjappa þjóðinni saman í óttablandinni virðingu fyrir krafti og miskunnarleysi náttúrunnar, þá stöndum við nú frammi fyrir manngerðum hamförum. Reiðin beinist jafnt inn á við sem út á við.

Á þessum síðum hef ég skrifað pistla um það hversu fréttaformið hefur reynst aumt í alvarlegum málum. Hin hlutlausa frétt gerir sannleika og lygi jafnhátt undir höfði. Afstöðuleysið verður afstaða. Tómhyggja afstöðuleysisins hefur leitt okkur í þá stöðu sem við erum í nú: fjárhagslegt og siðferðilegt gjaldþrot.
Stórkostlegir hagsmunir í pólitík og viðskiptum hafa gert það að verkum að menn gengu hart fram í því að vernda hagsmuni sína, oft á kostnað hagsmuna almennings. Með ofbeldi hafa gagnrýnisraddir verið þaggaðar.

Í virkjanamálum kristallast allir helstu lestir umræðunnar. Náttúrufræðingar, verkfræðingar, jarðfræðingar og fleiri sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa þagað af ótta við að missa vinnu, missa tækifæri til vinnu: eins og í slæmum eineltismálum hafa ráðandi öflin skapað ótta sem leitt hefur til þöggunar, hlýðni. Ráðist hefur verið gegn þeim sérfræðingum sem tjáð hafa sig um virkjanakosti, bæði opinberlega og prívat. Fólk hefur verið sakað um „annarleg sjónarmið“. Það hefur ekki verið neitt rými fyrir ólikar skoðanir. Hagsmunirnir hafa verið of miklir. Í frasanum „annarleg sjónarmið“ felst að fólki er ekki sjálfrátt ef það er á annarri skoðun: það er handbendi.

Á sama tíma og margir virðast loksins sjá þörfina fyrir sjálfstæða gagnrýna fjölmiðla þá sameinast útgáfur tveggja stærstu dagblaðanna undir merki Árvakurs og í eina sæng ganga tætlurnar af viðskiptaveldum Baugsmanna og Björgólfanna. Morgunblaðið, fyrrverandi málgagn Sjálfstæðisflokksins er orðið systurblað Fréttablaðsins þar sem fremstur í flokki fer ritstjórinn Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Á síðustu vikum höfum við séð að eigendur skipta máli. Nú reynir á útgefandann Árvakur. Átta stjórnendur Árvakurs sig á þeirri gríðarlegu lýðræðislegu ábyrgð sem fylgir þessari stöðu að vera eigendur langstærstu dagblaða landsins? Verða stjórnendur Árvakurs ekki að leggja fram stefnu sína og sýna ábyrgð? Hvernig sjá þeir fyrir sér samspil blaðanna í lýðræðislegri umræðu á Íslandi?

Nú renna upp erfiðir tímar fyrir íslensku þjóðina þar sem eitt helsta viðfangsefnið er að byggja upp traust meðal þjóðarinnar og rannsaka ítarlega hvernig stóð á því að mánudaginn 6. október klukkan 16.05 lýsti forsætisráðherra landsins því yfir að verkefni næstu daga væri að forða íslensku þjóðinni frá gjaldþroti. Hvernig komumst við þangað? Í þessu verkefni leika fjölmiðlar stórt hlutverk. Hvernig ætla þeir að rækja það?

Svör óskast.

Pistillinn birtist í Lesbók Morgunblaðsins 18. október 2008


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lengur Yfirvofandi

Jæja, þá er þetta búið. Í gær lauk vetrarvertíð Yfirvofandi í leikhúsinu á Lokastíg. Þetta var snörp törn en skemmtileg. Á þessum tíma sem liðinn er frá því Yfirvofandi var frumsýnt á Listahátíð síðastliðið vor hafa um 500 manns runnið í gegnum stofuna þar sem ég sit í augnablikinu og skrifa þessa færslu. Takk fyrir mig!

Uppselt, uppselt, uppselt

16. janúar kl. 19.00 - Uppselt

16. janúar kl. 21.00 - Uppselt

19. janúar kl. 17.00 - Uppselt

19. janúar kl. 19.00 - Uppselt

19. janúar kl. 21.00 - Uppselt

20. janúar kl. 17.00 - Uppselt

20. janúar kl. 19.00 - Uppselt

20. janúar kl. 21.00 - Uppselt


Áhugasamir geta sent póst á netfangið naiv@internet.is til að fara á biðlista, ef einhver dytti út.

Allt að verða uppselt

16. janúar kl. 19.00 - Uppselt

16. janúar kl. 21.00 - Uppselt

19. janúar kl. 17.00

19. janúar kl. 19.00 - Uppselt

19. janúar kl. 21.00 - Uppselt

20. janúar kl. 17.00

20. janúar kl. 19.00 - Uppselt

20. janúar kl. 21.00 - Uppselt


Hægt er að panta miða í síma 661 1100 og með því að senda póst á netfangið naiv@internet.is.

Jörundur í Fréttablaðinu

Hér er hægt að nálgast viðtalið við Jörund í Fréttablaði sunnudagsins.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Aukasýning sunnudaginn 20. janúar

Vegna mikillar aðsóknar höfum við bætt við sýningu kl. 17 sunnudaginn 20. janúar. Hafið samband með því að senda póst á naiv@internet.is eða með því að hringja í 661 1100.

Uppselt á sunnudag - örfá sæti aðra daga

Þá er uppselt bæði á 19 og 21 sýningarnar sunnudaginn 20. janúar. Enn eru örfá sæti laus á sýningu kl. 19 miðvikudaginn 16. janúar og á 21 sýningu laugardaginn 19. janúar.

Uppselt á tvær sýningar - sætum fækkar óðum

Miðvikudagur, 16. janúar, kl. 19.00
Miðvikudagur, 16. janúar, kl. 21.00 - UPPSELT
Laugardagur, 19. janúar, kl. 19.00
Laugardagur, 19. janúar, kl. 21.00
Sunnudagur, 20. janúar, kl. 19.00
Sunnudagur, 20. janúar, kl. 21.00 - UPPSELT

Yfirvofandi, sýningar

LeikEdda Arnljótsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson snúa aftur í Yfirvofandi, stofudrama sem sýnt er á heimili höfundar á Lokastíg 5 í Reykjavík. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verki Sigtryggs Magnasonar. Verkið var frumsýnt í maí 2007 sem hluti af Listahátíð í Reykjavík og fékk gríðargóðar móttökur gagnrýnenda og áhorfenda. Örfáar sýningar verða nú um miðjan janúar. Einungis komast 22 áhorfendur á hverja sýningu. Miðaverð er 3.000 kr. 16. janúar kl. 19.00 16. janúar kl. 21.00 - Örfá sæti laus 19. janúar kl. 19.00 19. janúar kl. 21.00 20. janúar kl. 19.00 20. janúar kl. 21.00 - Uppselt Hægt er að panta miða í síma 661 1100 og með því að senda póst á netfangið naiv@internet.is. Nánari upplýsingar á www.naiv.blog.is.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband